Útgáfa tímarritraðarinnar 1005
Nýlega kom út fyrsti árgangur tímaritraðarinnar 1005 en áformað er að gefa út þrjá árganga hennar á jafnmörgum árum. Í fyrsta árgangi er að finna þrjú athyglisverð verk; sakamálasöguna Hælið eftir Hermann Stefánsson, ljóðabálkinn Bréf úr borg dulbúinna storma eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og fræðigátuna Bautasteinn Borgesar eftir Jón Hall Stefánsson. Ég sit ásamt Ragnari Helga Ólafssyni, Eiríki Guðmundssyni, Oddnýju Eir Ævarsdóttur, Þresti Helgasyni og höfundunum þremur í ritnefnd. 1005 er gefið út í 200 tölusettum eintökum, áþreifanlega upplagið er á þrotum en hægt er að kaupa hvert hefti fyrir sig í ótakmörkuðu upplagi á vef e-bóka.