Sherlock Holmes, Giovanni Morelli og íslenskir miðaldahöfundar
"Clues of Authorship. Sherlock Holmes, Giovanni Morelli and Medieval Saga Authors" er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnu Association for the Advancement of Scandinavian Studies in Canada (AASSC) í borginni Victoria í Kanada miðvikudaginn 5. júní næstkomandi. Þar hyggst ég ræða um þær aðferðir og rök sem fræðimenn hafa beitt í umfjöllun sinni um hina sígildu spurningu: Hver var höfundur Njálu? Ráðstefnan er hluti af viðamiklu þingi félags- og hugvísindafólks í Kanada, Congress of the Canadian Federation for the Humanities and Social Sciences.