Vofa Hitlers í TMM
"Vofa Hitlers" er titillinn á greinarkorni sem ég birti í 3. hefti Tímarits Máls og menningar 2013 en það er nýkomið út. Þar er brugðið upp svipmyndum úr íslenskri bókmenntasögu vikuna 5. til 12. maí árið 1945 en meðal þeirra sem koma við þá sögu eru Sigurður Nordal, Elías Mar, Gunnar Gunnarsson, Steinn Steinarr, Nína Tryggvadóttir, Guðmundur Kamban, Charlie Chaplin og Adolf Hitler. Um er að ræða sýnishorn úr handriti í smíðum sem ber vinnutitilinn Líkið í lestinni. Íslensk bókmenntasaga 1945-1948 sem ég vonast til að senda frá mér á næstu árum.