Tungumálanám og tölvutækni

Jón Karl Helgason, 07/02/2014

populusFöstudaginn 7. febrúar stendur Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis í samvinnu við Rannsóknarstofu í máltileinkun fyrir málstofu um notkun tölvutækni við tungumálanám. Meðal þeirra sem þar taka til máls eru Tuija Lehtonen og Juha Jalkanen, frá háskólanum í Jyväskylä, sem ræða um gagnvirka tungumálakennslu á Netinu og Hannes Högni Vilhjálmsson og Branislav Bedi sem ræða um nýtt verkefni fyrir erlenda nemendur í íslensku þar sem unnið er með sýndarveruleika. Loks munum við Birna Arnbjörnsdóttir fjalla um þróun Icelandic Online á síðustu og næstu misserum. Ráðstefnan verður á Hótel Sögu, í Kötlusal, og hefst klukkan 14.