Jónas og Snorri þýða H.C. Andersen

Jón Karl Helgason, 23/06/2014

NRÚt er komið í Noregi greinasafnið Nordic Responses. Translation, History, Literary Culture í ritstjórn Jakob Lothe, Ástráðs Eysteinssonar og Mats Jansson. Þarna er að finna tólf greinar um þýðingar, þar af fjórar sem snerta Ísland. Ein þeirra er grein eftir Ástráð um Hemingway á Íslandi, önnur er grein Hólmfríðar Garðarsdóttur um íslenskar þýðingar bókmennta frá Suð- og Mið-Ameríku, þriðja er grein Martins Ringmars um norrænar þýðingar á Sölku Völku og sú fjórða grein mín "Translation and Canonization: Posthumous Writings by Hans Christian Andersen and Jónas Hallgrímssonar". Viðfangsefni þar er ritið Úr dularheimum. Fimm ævintýri sem framkallaðist í gegnum ósjálfráða skrift Guðmundar Jónssonar (síðar Kamban) árið 1906. Eitt þessara fimm ævintýra er sagt vera eftir Jónas Hallgrímssonar en hin fjögur eru meintar þýðingar Jónasar (og í einu tilviki Jónasar og Snorra Sturlusonar) á ævintýrum sem H.C. Andersen ku hafa sett saman eftir andlát sitt.