Samband hugsunar og heims
Þriðjudagskvöldið 16. september tek ég þátt í málþinginu Stjórnar hugsunin heiminum? sem fram fer í Hannesarholti í Þingholtunum. Tilefni málþingsins eru tvær bækur sem nýlega hafa komið út eftir Pál Skúlason fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ríkið og rökvísi stjórnmála (2013) og Hugsunin stjórnar heiminum (2014). Sameiginlegt stef bókanna er að færa rök fyrir því hvers vegna við þurfum á heimspeki að halda. Á málþinginu mun Páll flytja ávarp um eðli og hlutverk heimspekinnar. Að því loknu munum við Hulda Þórisdóttir lektor fjalla um þetta sameiginlega stef bókanna og velta upp áhugaverðum spurningum í ljósi röksemda þeirra. Mun Hulda einkum beina athygli sinni að rökvísi stjórnmálanna en ég veltir fyrir sér sambandi hugsunar og heims, meðal annars í ljósi skrifa Páls um Derrida. Málþingið hefst kl. 20.00 og er öllum opið.