Heimskringla wa dare ga kaita noka?

Jón Karl Helgason, 25/01/2015

snorri2

"Heimskringla wa dare ga kaita noka?: Sakuhin to Chosha/Bunsan Shippitsu-sha no Fukuzatsu na Kankei" er titill á japanskri þýðingu Tsukusu Jinn Ito á grein minni "Dreifður höfundarskapur Heimskringlu" sem nýlega birtist í fræðitímaritinu Balto-Scandia 31 (október 2014): 53-62. Í greininni vek ég athygli á því að textarnir sem saman mynda Heimskringlu eiga sér afar fjölbreytilegan uppruna og að erfitt er að meta hlutdeild Snorra Sturlusonar í hverjum texta fyrir sig. Útgáfa greinarinnar er einn af ávöxtum af heimsókn minni til Japan fyrir rúmi ári síðan en meðal markmiða hennar var að mynda tengsl við japanska fræðimenn sem sinna íslenskum fræðum.