Víkingakvikmyndir í útvarpinu

Jón Karl Helgason, 07/08/2015

vikings"Í dæmigerðri víkingamynd er víkingurinn árásargjarn berserkur –villimannleg andstæða siðmenningarinnar sem fer um með báli og brandi, rænandi og ruplandi, hneppir fólk í ánauð, nauðgar og drepur." Svo lýsir Kevin J. Harty þeirri mynd sem oftast er brugðið upp af norrænum miðaldamönnum á hvíta tjaldinu. Í tveimur þáttum sem verða á dagskrá Rásar 1 sunnudagana 23. og 30. ágúst nk. fjalla ég um einkenni og afurðir þessarar kvikmyndategundar. Höfuðáhersla verður lögð á kvikmyndirnar The Viking frá 1928 og The Vikings frá 1958. Báðar voru aðlaganir á nútímaskáldsögum sem sjálfar voru byggðar á íslenskum miðaldatextum; annars vegar Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu og hins vegar Ragnars sögu loðbrókar. Þættirnir eru á dagskrá kl. 10.15, lesari er Klara Helgadóttir en um hljóðstjórn sáu Ragnar Gunnarsson og Mark Eldred. Ps. Nú er hægt að nálgast þessa tvo þætti á hlaðvarpi RÚV.