Þjóðardýrlingurinn Guðríður
Sigríður Helga Þorsteinsdóttir birtir athyglisverða fræðigrein um Guðríði Þorbjarnardóttur í greinasafninu Menningararfur á Íslandi sem er nýkomið út hjá Háskólaútgáfunni undir ritstjórn Ólafs Rastricks og Valdimars Tr. Hafstein. Greinina kallar Sigríður Helga "Þjóðardýrlingur heldur til Rómar: Hagnýting Guðríðar Þorbjarnardóttur 1980-2011" en hún er byggð á MA-ritgerðinni "Biskipamóðir í páfagarði" frá 2013. MA-ritgerðin var skrifuð undir minni leiðsögn á sínum tíma en það er alltaf sérstakt ánægjuefni þegar nemendur vinna lokaritgerðir sínar áfram til birtingar. Ég óska Sigríði Helgu hjartanlega til hamingju með þennan góða áfanga.