Postular minninganna
"Modern Postulators of Jónas Hallgrímsson's Cultural Memory" er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnunni Canonization of “Cultural Saints”: Commemorative Cults of Artists and Nation-Building in Europe föstudaginn 30. október næstkomandi. Þetta er þriggja daga ráðstefna sem skipulögð er af slóvensku bókmenntafræðistofnuninni (ZRC SAZU) and hollensku rannsóknarstofnunni SPIN (Study Platform of Interlocking Nationalisms) en þarna mun hópur fræðimanna frá ólíkum löndum ræða um menningarlega þjóðardýrlinga frá ýmsum hliðum. Í mínu erindi hyggst ég kynna hugtakið postuli (postulator) en því er ætlað að ná utan um þá einstaklinga, félög og stofnanir sem vinna að (eða gegn) helgifestu tiltekinna þjóðardýrlinga. Mun ég meðal annars reifa þær deilur sem spruttu upp í kringum hönnun 10.000 króna seðils með mynd af Jónasi Hallgrímssyni, en þar voru Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Seðlabankinn meðal þeirra postula sem við sögu komu.