Burðarvirki íslenskrar nútímamenningar
Ellefta bindi Sögu Íslands er komið út í ritstjórn Péturs Hrafns Árnasonar og Sigurðar Líndal. Viðamesti hluti verksins (s. 1-260) er sagnfræðilegur kafli Péturs um tímabilið 1919-2009 en að auki er þarna að finna kafla eftir Sigurð um sögu réttafars í landinu (s. 261-316) og kafla minn um menningarsögu Íslands á síðustu öld (s. 317-412). Síðastnefndi kaflinn, sem ber titilinn "Burðarvirki íslenskrar nútímamenningar", varpar ljósi á undirstöður faglegrar listsköpunar í landinu. Í stað þess að fjalla mest um einstaka listamenn og einstök verk þeirra beini ég sjónum að bakjörlum (e. patrons) listamanna, það er þeim einstaklingum, fyrirtækjum, hópum og stofnunum sem ýta undir eða koma í veg fyrir að listaverk verði til og listviðburðir haldnir. Kaflinn skiptist í níu hluta sem hver um sig er helgaður röskum áratug. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. Ps. Nokkru eftir útgáfu bókarinnar birtist viðtal í DV við mig, undir yfirskriftinni "Listamenn þurfa hjólastíga," um kaflann minn í Sögu Íslands.