Sannsagan og Enid Blyton
Á morgni 16. nóvember árið 1907 uppgötvuðu Reykvíkingar að framinn hafði verið sérkennilegur glæpur í bænum. Glæpur er þó kannski of dramatískt orð, hann var ekki blóðugri en svo að hann gæti hentað í 'dularfulla' sögu eftir nafntogaðan breskan barnabókahöfund. Ég fjalla um þetta mál og fleiri sem tengjast arfleifð Jónasar Hallgrímssonar í bók okkar Marijan Dović, National Poets, Cultural Saints, sem er væntanlega hjá Brill nú í kringum áramótin en í tilefni af Degi íslenskrar tungu birti ég í dag á vefritinu Hugrás sannsögu-lega úttekt á málinu. Textinn er öðrum þræði innblásin er af skefjalausum lestri mínum á unglingsárunum á sögum Enid Blyton og hinum af skrifum Rúnars Helga Vignissonar um sannsöguna.