Endalok bókmenntafræðinnar?
Meintur dauði íslenskrar nútímabókmenntafræði er viðfangsefni greinaraðar sem ég birti á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs, á þriðjudögum núna í desember. Fyrsta greinin, sem bar titilinn "Blómatími bókmenntafræðinnar" og samanstóð af tilvísunum í 42 fræðibækur og ritgerðir, var óbeint viðbragð við útvarpsviðtali Eiríks Guðmundssonar við Gunnar Þorra Pétursson í Víðsjá sem flutt var í byrjun þessa árs. Önnur greinin bar titilinn "Nútímabókmenntafræði í fullu fjöri" en hún var ritdómur um nýútkomið fræðirit Úlfhildar Dagsdóttur, Sjónsbók. Þriðja greinin, "Íslensk bókmenntafræði: Ekki dáin bara flutt?", birtist þriðjudaginn 20. desember en þar ræði ég nokkra þeirra nýrri og eldri strauma sem hafa mótað skrif íslenskra bókmenntafræðinga á síðustu áratugum.