Spjallað um Tinnabækurnar
Útvarpsþættir Gísla Marteins Baldurssonar um Tinnabækurnar hafa vakið verðskuldaða athygli, ekki bara meðal aðdáenda Hergé, heldur yngri og eldri hlustenda sem eru að uppgötva í fyrsta skipti hve samofnar þessar sígildu teiknimyndasögur eru sögu síðustu aldar. Ég var svo heppinn að fá að spjalla um Svarta gullið við Gísla Martein í Lestinni 7. mars en nú er búið að safna saman á eina síðu umfjöllun um allar bækurnar. Einnig var ég meðal viðmælenda í einum af þeim fjórum yfirlitsþáttum sem Gísli Marteinn lauk við, nánar tiltekið í 3. þætti sem fjallaði um staðalímyndir í Tinnabókunum.