Goð og nasistar í bandarískum myndasögu
Á Alþjóðlegu fornsagnaþingi sem fram fer í Reykjavík um miðjan ágústmánuð flyt ég fyrirlestur sem nefnist "Nordic Gods, Nazis and Boys Commandos". Viðfangsefnið eru þrjár ólíkar myndasögur um þrumuguðinn Þór sem út komu í Bandaríkjunum á stríðsárunum en allar eiga þær sameiginlegt að fjalla um stríðsátökin í Evrópu og aðkomu Bandaríkjamanna að þeim. Um er að ræða sögur sem tengjast með einum eða öðrum hætti hinum þekktu myndasagnahöfundum Jack Kirby og Joe Simon.