Ráðgjafinn Terry Gunnell
Málþing til heiðurs Terry Gunnell verður haldið föstudaginn 10. maí kl. 14.00-16.00 á Háskólatorgi HÍ. Tilefnið eru starfslok Terrys sem prófessors í þjóðfræði við Félagsvísindasvið. Málþingið samanstendur af stuttum (og sumpart alvörulausum) erindum og tónlistarflutningi. Það kom í minn hlut að fjalla um efnið "Ráðgjafinn Terry Gunnell" ("Terry Gunnell the consultant") en eins og allir vita naut alþjóðlegt kvikmyndateymi The Northman sérfræðiþekkingar hans fyrir fáeinum árum. Það hefði kannski verið heppilegt að fleiri myndrænar túlkanir norrænna goðsagna og fornsagna hefðu verið unnar undir verkstjórn Terrys?