Skrif um nýjar bækur í Heimildina

Jón Karl Helgason, 12/11/2024

Ég tók mér að skrifa svonefndar esseyjur (mætti líka skrifa S-eyjur eða S-egjur) í bókablöð Heimildarinnar á þessu hausti. Fyrsta grein mín, "Samtíminn séður frá sjónarhóli framtíðarinnar", var samræða við fræðibókina Tónar útlaganna eftir Árna Heimi Ingólfsson en sú næsta, "Senuþjófurinn Eleonore Niemand", rannsókn á svissneskum höfundinum sem skýtur upp kollinum í skáldsögunni Óljós eftir Geir Sigurðsson. Þriðja greinin kallaðist "Mótsagna umkenndur gludroði fortíðarinnar" og fjallaði um fræðiritð Svipur brotanna eftir Þóri Óskarsson sem helgað er ævi og skáldskap Bjarna Thorarensen. Fjórða greinin, "Eitrið í blóðrásinni", fjallaði um skáldsöguna Sporðdrekar eftir Dag Hjartarson.