Hvers vegna var Kamban skotinn til bana?

Jón Karl Helgason, 26/02/2025

Fyrir tæpum áttatíu árum var þekktur íslenskur rithöfundur, Guðmundur Kamban, myrtur í Danmörku. Hann var að snæða hádegisverð ásamt dóttur sinni og fleiri gestum gistiheimilis í Kaupmannahöfn þegar inn komu þrír andspyrnumenn og skipuðu honum að fylgja sér til yfirheyrslu. Kamban neitaði að fylgja mönnunum og breytti engu þótt þeir vektu athygli á að þeir væru vopnaðir og myndu að öðrum kosti skjóta hann til bana. „Skyd, jeg er ligeglad,“ á Íslendingurinn að hafa sagt oftar en einu sinni. Svo fór að foringi hópsins skaut Kamban til bana. Miðvikudaginn 26. febrúar held ég erindi um síðustu klukkustundirnar í lífi Kambans á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunnar Háskóla Íslands. Viðburðurinn, sem fer fram í fyrirlestrasal Eddu við Arngrímsgötu 5, er öllum opinn og hefst kl. 16.00. Ps. Stutt frétt birtist um erindið í Morgunblaðinu.