Ögrandi málnotkun Halldórs Laxness
"Transgressive Languages of Halldór Laxness" er titill fyrirlestrar sem ég flyt við The University of Trento fimmtudaginn 27. mars kl. 16.00 (15.00 íslenskum tíma) í fyrirlestraröð sem skipulögð er innan Hugvísindasviðs skólans. Ég var beðinn að tala um málnotkun Nóbelsskáldsins og langar að ræða þá merkilegu þversögn að hann var á fimmta áratugnum bæði gagnrýnendur fyrir að láta prenta eigin verk og þýðingar með sérviskulegri stafsetningu (sem hann sagðist byggja á réttritunarhugmyndum Rasks) og fyrir að nota ekki í fornritaútgáfum sínum "samræmda stafsetningu forna" (sem hann sagði byggða á réttritunarhugmyndum Wimmers).