"Líf er að þessu loknu, herra."
"There is a life after this one, Sire!" er titill á erindi sem ég flyt á ráðstefnunni Underground Imaginaries 2025: Spaces In Between sem fram fer í Napólí á Ítalíu dagana 3.-5. apríl næstkomandi. Skipuleggjendur eru Istituto Italiano per gli Studi Filosofici og Parthenope-háskóli en hugmyndin er að beina sjónum rannsakenda á sviði bókmennta, menningar og tungumáls að þeim merkingarríku afkimum sem leynast undir yfirborð jarðar. Sjálfur er ég í málstofu ásamt Marijan Dović og Luka Vidmar þar sem athygli beinist að greftrun, gröfum og uppgreftri. Í mínu erindi hyggst ég ræða um örlög meintra líkamsleifa síðasta biskupsins á Íslandi, Jóns Arasonar. Þær voru, að sögn, grafnar upp árið 1918 en þegar frá leið var óljóst hvor ætti meira tilkall til þessa umdeilda (þjóðar)dýrlings, kaþólska kirkjan eða íslensk stjórnvöld.