Var Baldvin Einarsson skáldsagnahöfundur?

Jón Karl Helgason, 25/06/2025

"Hverslags rit er Ármann á Alþingi? Höfundarskapur Baldvins Einarssonar" er titill greinar sem ég birti í vorhefti Skírnis 2025. Þar fjalla ég um tímarititið sem Baldvin Einarsson skrifaði að mestum hluta og kom út á árunum 1829 til 1832 (um sama leyti og hann var í miklum vandræðum með einkalífið). Ég tek upp þráðinn frá Boga Melsteð og Nönnu Ólafsdóttur sem bentu á að fyrsti árgangurinn hefur ýmis einkenni skáldsögu. En fyrst og fremst set ég alla árgangana í samband við hefð samræðutímarita sem var giska fjörlega í Evrópu á átjándu öld.