(Ofur)hetjumyndir Halldórs Péturssonar

Jón Karl Helgason, 21/12/2025

Good Thoughts on Folklore and Mythology. Festschrift in Honour of Terry Gunnell er tveggja binda afmælisrit helgað hinum afkastamikla og áhugaverða þjóðfræðingi Terry Gunnell, sem lengi var prófessor í faginu við Háskóla Íslands. Ingunn Ásdísardóttir, Felix Lummer, Rósa Þorsteinsdóttir, Katrin Lisa van der Linde Mikaelsdóttir og Júlíana Þóra Magnúsdóttir ritstýra þessu mikla verki sem er í kringum 800 síður að lengd. Ég á þarna grein sem kallast "Þegar fornritin skoruðu hasarblöðin á hólm: (Ofur)hetjumyndir Halldórs Péturssonar" og er hluti af svolítilli greinaröð um myndasögur og myndabækur sem ég hef verið að birta á liðnum misserum.