Svartfugl sem lesefni í laganámi
Í þriðja hefti Ritsins birtist fræðigrein á sviði bókmennta og lögfræði sem við Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Hafsteinn Þór Hauksson höfum verið að vinna að saman um hríð. "Var ég dómari? Var ég böðull?" er titill greinarinnar en þar færum við rök fyrir því að skáldsagan Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson sé kjörið lesefni í laganámi. Það hefur verið einstaklega gaman að vinna með þessu góða fólki að þessari grein og ýmsum öðrum verkefnum sem tengjast hinu þverfræðilega sviði bókmennta. Annál samstarfsins má sjá hér.
