Tvær gjörólíkar hrunbækur

Jón Karl Helgason, 25/11/2011

"Samhengi valdsins" er titillinn á pistli á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs, sem ég hef skrifað. Þar er fjallað um tvær nýútkomnar bækur, Þræðir valdsins eftir Jóhann Hauksson og Samhengi hlutanna eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Bæði eru þau Jóhann og Sigrún þrautreyndir blaðamenn sem hafa hlotið lof og viðurkenningar fyrir umfjöllun sína um hrun íslenska bankakerfisins og afleiðingar þess en í bókum sínum fara þau gjörólíkar leiðir að þessu sama efni. Jóhann nýtir sér bakgrunn sinn sem félagsfræðingur til að greina siðrofið í íslensku viðskiptalífi og stjórnmálum á meðan Sigrún endurskrifar Rannsóknarskýrslu Alþingis og beitta útvarpspistla sína um íslenska "útrásarævintýrið" á formi spennusögu í anda Stiegs Larsson.