200 ára afmæli tekin út á Hugrás

Jón Karl Helgason, 01/03/2012

"Hver fær að blása á kertin?" er yfirskrift þriggja greina sem ég er að birta á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs þessa daganna. Fyrsta greinin, sem helguð er 200 ára afmæli H.C. Andersen 2005 og þátttöku Tinu Turner í því, birtist fimmtudaginn 23. febrúar, önnur greinin, sem er að mestu helguð fyrstu stóru Shakespeare-hátíðinni í Stratford 1769, birtist mánudaginn 27. febrúar, og þriðja greinin um 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar og Jónasar Hallgrímssonar birtist á Hugrás 5. mars.  Stofn þessara texta er fyrirlestur sem ég flutti á ráðstefnu um Jón Sigurðsson fyrir tæpu ári en þriðja greinin er þó í raun ný af nálinni. Greinarnar þrjár eru hægt að lesa saman í einni beit eða hverja í sínu lagi.