Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður?

Jón Karl Helgason, 23/10/2012

Næstkomandi laugardag, 27. október standa Reykjavík Bókmenntaborg og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands fyrir málþingi um Elías Mar og Vögguvísu. Meðal fyrirlesara eru Þorsteinn Antonsson, Svavar Steinn Guðmundsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Tómas R. Einarsson. Ég flyt þar líka fyrirlestur sem kallast "„Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður?“ Ungur og einstæður höfundur kveður sér hljóðs". Málþingið verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni frá kl. 13.00 til 15.30 og er það skipulagt í samstarfi við Landsbókasafn Íslands – Háskólabóksafn, ReykjavíkurAkademíuna og Lesstofuna en hún hefur nýlega endurútgefið Vögguvísu í fallegri kiljuútgáfu. Ps. Nú er hægt að hlýða á upptöku frá málþinginu á vef Ríkisútvarpsins.