Skáldskapur sem heimspeki
"Fiction as Philosophy: William H. Gass' Conception of Metafiction" er titill á fyrirlestri sem ég hyggst flytja á 20. ráðstefnu alþjóðlegra samtaka samanburðarbókmenntafræðinga (International Comparative Literature Association) sem fram fer í Sorbonne-háskólanum í París vikuna 18.-24. júlí næstkomandi. Þar hyggst ég grafast fyrir um þá merkingu sem William H. Gass lagði í hugtakið metafiction um og eftir 1970 og bera hugtakið saman við önnur áþekkt hugtök frá þessum sama tíma. Fyrirlesturinn er hluti af málstofu um hugtök og heiti í samanburðarbókmenntum og er á dagskrá morguninn 19. júlí.