Dreifður höfundarskapur Heimskringlu

Jón Karl Helgason, 15/11/2013

rikkyo"The Distributed Authorship of Heimskringla" er titill á fyrirlestri sem ég mun halda við Rikkyo háskólann í Tokyo 25. nóvember næstkomandi á ráðstefnunni Old Icelandic Texts in Medieval Northern Europe. Meðal annarra þátttakenda eru Noriko Motone, Shiho Mizuno, Shinobu Wada, , Takahiro Narikawa, Sayaka Matsumoto og Tsukusu Jinn Itó. Hinn 29. nóvember mun ég einnig halda fyrirlestur við Kyoto háskólann sem ég nefni "Medieval Sagas as Modern Hypertexts" þar sem ég mun kynna margmiðlunardiskinn Vef Darraðar, sem fylgdi bók minni Höfundar Njálu árið 2001, og gagnagrunninn Wikisögu: Lýsandi heimildaskrá Egils sögu. Þessir fyrirlestrar fléttast inn í tveggja vikna rannsóknarferð mína til Japans en Minoru Ozawa, lektor við Rikkyo háskólann í Tokyo, og Sayaka Matsumoto, aðjunkt við Kyoto háskóla, hafa veitt mér ómetanlega aðstoð við undirbúning hennar. Ferðin er styrkt af Watanabe Trust Fund og The Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation. PS. Fyrirlestrar ráðstefnunnar sem haldin var við Rikkyo háskólann eru nú aðgengilegir á vef Minoru Ozawa.