Hetjur taka hamskiptum. Námskeið á vormisseri 2014
Hvað á Óðinn í Vafþrúðnismálum sameiginlegt með Gandálfi í sögum Tolkiens? Hver eru tenglin á milli Fóstbræðra sögu og skáldsögunnar Gerplu eftir Halldór Laxness og loks sýningar Þjóðleikhússins á leikriti með sama nafni? Hvað á Þór í Þrymskviðu sameiginlegt með persónunni sem Chris Hemsworth leikur í kvikmyndunum Thor og Thor: The Dark World? Hver eru tengsl Grænlendinga sögu og Eiríks sögu við manga-teiknimyndaseríuna Vinland Saga eftir Makoto Yukimura? Hvernig stóð á því að Ólafur Ragnar Grímsson færði páfanum í Róm styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur? Svörin við þessum og fjölmörgum öðrum spennandi spurningum fást í námskeiðinu Hetjur taka hamskiptum (ÍSL208G) sem ég kennir á B.A. stigi í íslensku á vorönn 2014. Það er ekki seinna vænna að skrá sig.