Þjóðardýrlingatal á Ísafirði
Föstudaginn 28. mars flyt ég erindi um þjóðardýrlinga á Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði. Erindið byggist öðrum þræði á bók minni Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga, sem út kom hjá Sögufélagi á liðnu hausti. Í fyrirlestrinum, sem ég nefni Þjóðardýrlingatal, hyggst ég gera samanburð á stöðu og hlutverki Jóns Sigurðssonar og Jónasar Hallgrímssonar sem þjóðardýrlinga og varpa ljósi á það hvernig mynd þeirra hefur verið endurgerð á frímerkjum, seðlum og í eir. Erindið hefst kl. 12.10 í kaffistofu Háskólaseturs við Suðurgötu 12.