El paper dels sants culturals
Nýlega birtist í katalónska menningartímaritinu L'Espill, sem gefið er út í Barcelona, greinin "El paper dels sants culturals". Um er að ræða þýðingu Jaume Subriana á grein minni "The Role of Cultural Saints in European Nation States“ sem birtist upphaflega árið 2011 í afmælisriti Itamars Even-Zohar. Subriana er prófessor við Opna háskólann í Katólóníu en einnig þekkt ljóðskáld. Eiga rannsóknir hans á katalónskum minningarmörkum og menningarsögu margt sameiginlegt með þeim rannsóknum sem við Marijan Dović höfum unnið að ásamt fleirum á menningarlegum þjóðardýrlingum Evrópu. Höfum við þremenningar uppi áform um frekara samstarf á þessu rannsóknarsviði á næstu misserum.