Grafskrift Íslendingaþátta

Jón Karl Helgason, 04/07/2014

armannÚt er komin í ritröðinni Studia Islandica bókin Íslendingaþættir. Saga hugmyndar eftir Ármann Jakobsson prófessor í íslensku. Ármann heldur því þar fram að Íslendingaþættir sem bókmenntagrein hafi í rauninni verið búnir til af mönnum sem ritstýrðu alþýðuútgáfum þáttanna í upphafi 20. aldar. Hann spáir því í lok bókar að vaxandi áhugi fræðimanna á upprunalegu samhengi þessara texta, m.a. í Morkinskinnu og Flateyjarbók, muni á næstu árum og áratugum leiða til þess "að þættir verða ekki lengur taldir til sérstakrar greinar eða undirgreinar miðaldabókmennta".  Bók Ármanns er sannarlega ætlað að leggja lóð á þá vogarskál. Ég kom að ritstjórn þessarar bókar fyrir hönd Bókmennta- og listfræðistofnunnar og vil nota tækifærið og óska Ármanni til hamingju með vekjandi og ögrandi bók.