Art in Translation: Marvel og Madsen
Ráðstefna Art in Translation verður haldin í Norræna húsinu 18. - 20. september með þátttöku fjölda erlendra og innlendra gesta. Dagskrá ráðstefnunnar er afar fjölbreytt. Þar ber hæst fyrirlestur Amy Tan að kvöldi föstudagsins 19. september kl. 20.00 en bandaríska skáldkonan mun þar ræða um líf sitt og skáldskap. Ég verð ásamt Mac an Breithiún og Olgu Holownia þátttakandi í málstofunni Graphic Representations á laugardagsmorgninum kl. 9.00-10.15 í Öskju, stofu 130. Fyrirlestur minn nefnist "Comic Adaptations of the Eddas: Marvel’s The Mighty Thor and Madsen’s Valhalla-series".