Þroskabraut Thors í bandarískum myndasögum
"Þroskabraut Thors í bandarískum myndasögum" er titill á fyrirlestri sem ég held á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í fundarsal Þjóðminjasafnsins á morgun, föstudaginn 6. nóvember kl. 12.00. Þar hyggst ég ræða um nokkrar lítt þekktar bandarískar myndasögur sem út komu á árunum 1940 til 1960 þar sem norræni þrumuguðinn var í aðalhlutverki. Ég hyggst færa rök fyrir því að þetta séu eiginlegir frumtextar fyrstu sögunnar um The Mighty Thor sem Marvel-fyrirtækið sendi frá sér árið 1962. Ps. Grein mín um þetta efni hefur nú birst í nýju hefti Tímarits Máls og menningar og ber þar titilinn "Æsilegasta ofturhetja allra tíma".