Mánasteinn, Munch og ExpresSJÓNisminn

Jón Karl Helgason, 30/03/2015

mánasteinn"Mánastein, Munch og expresSJÓNisminn" er titill á fróðlegri og skemmtilegri grein sem fyrrum nemandi minn, Ana Stanićević, birtir í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar (76/1, 2015). Þar er skáldsagan Mánasteinn eftir Sjón greind með hliðsjón af fagurfræði expressjónískra málverka, ekki síst verka norska málarans Edvards Munch. Greinin byggir á hluta af B.A. ritgerð höfundar í Íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, en hinn hluti ritgerðarinnar var serbnesk þýðing Önu á Mánasteini. Vonir standa til að hún komi út í Serbíu á næstu misserum.