Leifur heppni á hvíta tjaldinu

Jón Karl Helgason, 16/06/2015

the_vikingBókmennta- og listfræðastofnun efndi til alþjóðlegrar ráðstefnu, „Translation: The Language of Literature“, dagana 12. og 13. júní þar sem viðfangsefnin voru þýðingafræði, bókmenntaþýðingar og menningartengsl. Átján fræðimenn frá sjö háskólum fluttu erindi á ráðstefnunni en meðal viðfangsefna voru höfundar á borð við James Joyce, Jorge Luis Borges, William Faulkner og Sylvia Plath. Erindið sem ég flutti á ráðstefnunni, „Postediting the Vikings: From Sagas to Novels to Films“, fjallaði meðal annars um skáldsöguna The Thrall of Leif the Lucky eftir Ottilie A. Liljencrantz sem út kom í Bandaríkjunum árið 1902 og kvikmyndina The Viking frá 1928 sem byggð var á skáldsögu Liljencrantz.