Kundera, Barnes og minnisfræði
"Ridiculous Immortality" ("Hlálegi ódauðleikinn") er titill á erindi sem ég hyggst flytja á málþingi um Milan Kundera sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands efna til laugardaginn 24. október kl. 14.00 í stofu 101 í Odda. Ætlunin er að rekja saman staka þræði úr skáldsögunum Ódauðleikinn (1990) eftir Kundera og Páfagaukur Flauberts (1984) eftir Julian Barnes en báðar fást þær á afar frumlegan hátt við svipuð viðfangsefni og svonefnd minnisfræði (memory studies). Aðrir frummælendur á þinginu eru Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Torfi H. Tulinius, bókmenntafræðingur og prófessor íslenskum miðaldafræðum. Sérstakur gestur málþingsins er François Ricard, háskólakennari við McGill-háskóla í Montréal í Kanada og mun Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, ræða við hann um verk Kundera. PS. Fréttastofa Stöðvar 2 sýndi þinginu um Kundera áhuga og átti við mig stutt viðtal um Kundera og verk hans.