ERNiE: Alfræði rómantískrar þjóðernisstefnu

Jón Karl Helgason, 27/10/2015

joepEitt af mörgum stórmerkum verkefnum hollenska fræðimannsins Joep Leerssens og samstarfsmanna hans í SPIN (Study Platform on Interlocking Nationalisms) er ERNiE (Encyclopedia of Romantic Nationalism in Europe), það er alfræðirit rómantískrar þjóðernisstefnu í Evrópu. Lokaafurðin verður útgefið rit í nokkrum bindum en nýlega var vefútgáfa þess opnuð almenningi. Hópur íslenskra fræðimanna hefur skrifað færslur fyrir þetta rit, þeirra á meðal Sveinn Yngvi Egilsson, Guðmundur Hálfdanarson og Terry Gunnell. Mitt eigið litla framlag þarna eru kaflar um þjóðlegar íþróttir (einkum glímu) íþróttafélög og ungmennafélög, og loks bókasöfn.