Einu sinni var stúlka á bæ; hún var selmatselja

Jón Karl Helgason, 23/11/2015

220px-Jón_Árnason"Frásagnarammar, prjónaskapur og þjóðsögur" er titill á stuttri grein sem ég birti nýlega á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs. Viðfangsefnið eru þrjár þjóðsögur úr safni Jóns Árnarsonar þar sem ein persóna segir annarri þjóðsögu. Athyglisverðasta dæmið er úr þjóðsögunni „Selmatseljan“ en hún tilheyrir flokki sagna sem lýsa ástum huldumanns (ljúflings) og konu úr mannheimum. Ein þjóðsaga er þar greipt inn í aðra með þeim hætti að þjóðsagnagerð og sagnaflutningur verða höfuðviðfangsefni textans. Samband selmatseljunnar og tengdamóður hennar í sögunni endurspeglar samband sagnaþuls og hlustanda, höfundar og lesanda.