Fræðirit um þjóðskáld og þjóðardýrlinga

Jón Karl Helgason, 26/12/2016


national-poets
National Poets, Cultural Saints: Canonization and Commemorative Cults of Writers in Europe
er titill á nýju fræðiriti sem við Marijan Dović höfum unnið að í sameiningu undanfarin ár. Hér fjöllum við um helgifestu menningarlegra þjóðardýrlinga í Evrópu og beinum sérstaklega sjónum að þjóðskáldum. Að nokkru leyti er bókin framhald þeirra rannsókna sem báru fyrst ávöxt í bókum mínum Ferðalok: Skýrsla handa akademíu (2003) og Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga (2013) en hún byggir líka á ýmsum fyrirlestrum og greinum sem við Marijan höfum flutt eða birt.