Fyrirlestur á þingi fjölkerfisfræðinga í Trento
"The Development of Cultural Infrastructure in Small Societies" er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnu The International Society for Polysystem Studies (ISPS) í Trento á Ítalíu 7. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin en fyrir ári síðan var hún í Reykholti. Að baki ISPS standa fræðimenn frá ólíkum löndum sem hafa nýtt í sínum rannsóknum kenningar ísraelska fræðimannsins Itamars Even-Zohar um fjölkerfisfræði (polysystem studies) en hann er heiðursgestur ráðstefnunnar. Gestgjafar hennar að þessu sinni eru ítölsku bókmenntafræðingarnir Massimiliano Bampi sem kennir við Ca-Foscari háskólann í Feneyjum og Fulvio Ferrari, sem kennir við Háskólann í Trento. Fulvio er jafnframt annar af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar. Erindi hans nefnist "Old Norse literature and Italian cultural polysystem: translations and rewrites".