Elstu myndasögubækurnar á íslensku

Jón Karl Helgason, 06/05/2025

"Hin nýja Mjallhvít eftir Tómas og Disney. Landnám myndasögunnar á íslenskum bókamarkaði" er titill greinar sem ég birti í vorhefti Andvara. Er hún óbeint framhald greinarinnar "Gamanmynd í fjórum sýningum " sem ég birti í sama tímariti fyrir ári síðan. Þar varpaði ég ljósi á landnám myndasögunnar í íslenskum blöðum og tímaritum en að þessu sinni beinist athyglin einkum að tveimur þýddum myndabókum frá Disney sem Ragnar Jónsson í Smára gaf út litprentaðar snemma á fimmta áratug síðustu aldar, Litli ljóti andarunganum (1940) og Mjallhvíti og dvergunum sjö (1941).