Ritdómur um bók um víkinga og safnastarf

Jón Karl Helgason, 16/11/2025

Í nýju hefti Sögu birti ég stuttan ritdóm um bók Guðrúnar Drafnar Whitehead The Performance of Viking Identity in Museums: Useful Heritage in the British Isles, Iceland, and Norway sem út kom á liðnu ári. Guðrún, sem á að baki BA og MA nám í samanburðarbókmenntum, hóf að skoða þetta efni 2011 í tengslum við doktorsritgerð sem hún varði í safnafræði við University of Leicester og hélt svo vinnunni áfram sem nýdoktor við Háskóla Íslands. Þessi langi rannsóknartími verður til þess að áhugaverð söguleg vídd skapast í umfjölluninni og er það einn af ótvíræðum kostum ritsins. Bók Guðrúnar er skyldulesning fyrir alla sem marka stefnu og starfa á þessum vettvangi, en um leið er hún áhugaverð viðbót við eldri rannsóknir á viðtökum norrænna fornbókmennta og tvíbentri staðalímynd norrænna miðaldamanna sem frækinna og hrottafenginna sægarpa.