(Ofur)hetjumyndir Halldórs Péturssonar
Good Thoughts on Folklore and Mythology. Festschrift in Honour of Terry Gunnell er tveggja binda afmælisrit helgað hinum afkastamikla og áhugaverða þjóðfræðingi Terry Gunnell, sem lengi var prófessor í faginu við Háskóla Íslands. Ingunn Ásdísardóttir, Felix Lummer, Rósa Þorsteinsdóttir, Katrin Lisa van der Linde Mikaelsdóttir og Júlíana Þóra Magnúsdóttir ritstýra þessu mikla verki sem er í kringum 800 síður að lengd. Ég á þarna grein sem kallast "Þegar fornritin skoruðu hasarblöðin á hólm: (Ofur)hetjumyndir Halldórs Péturssonar" og er hluti af svolítilli greinaröð um myndasögur og myndabækur sem ég hef verið að birta á liðnum misserum.
