Miðnætursólborgarstjórinn

Jón Karl Helgason, 31/01/2011

Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, á að baki fjölbreyttan feril sem skemmtikraftur, leikari og rithöfundur. Í tilefni af núverandi starfsskyldum Jóns sem borgarstjóri hef ég skrifað stutta grein, Miðnætursólborgarstjórinn, um eina af fyrstu bókum hans, skáldsöguna Miðnætursólborgin, en þar er dregin upp martaðarkennda mynd af Reykjavík framtíðarinnar. Greinin birtist á Hugrás, nýju vefriti Hugvísindasviðs.