Hver fær að blása á kertin?

Jón Karl Helgason, 15/05/2011

Þjóðhetjan og þjóðríkið er yfirskrift ráðstefnu sem Háskóli Íslands stendur fyrir föstudaginn 27. maí nk. í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Ég hyggst flytja þar erindi um skipulagningu og dagskrá hátíðarhaldanna sem efnt var til í Danmörku í tilefni af 200 ára afmæli H.C. Andersen en þau voru á margan hátt umdeild, ekki síst miklir tónleikar í Kaupmannhöfn þar sem bandaríska söngkonan Tina Turner steig á stokk. Erindið nefni ég "Hver fær að blása á kertin?" Ráðstefnan um þjóðhetjuna og þjóðríkið fer fram í hátíðarsalnum í aðalbyggingu Háskóla Íslands og stendur frá kl. 13.00-16.30. (PS. Nú er hægt er sjá upptökur frá ráðstefnunni á myndbandsvef Háskóla Íslands).