Þjóðardýrlingar í Katalóníu
Dagana 7.-9. september var ég gestakennari við Universitat Oberta de Catalunya í Barcelona og ræddi þar um minnisfræði og mennningarlega þjóðardýrlinga. Gestgjafi minn var Jaume Subirana, dósent í bókmenntum við skólann, en kynni okkar hófust þannig að hann þýddi grein eftir mig yfir á katalónsku. Ber hún titilinn "El paper dels sants culturals en els estats nació europeus" og birtist í í tímaritinu L’Espill á liðnu ári. Subirana hefur fjallað um ýmsar hliðar katalónskra bókmennta og menningar á liðnum árum, og kynnti hann mig m.a. fyrir helsta þjóðdýrlingi Katalóníumanna í hópi ljóðskálda, Jacint Verdarguer. Stóra uppgötvun ferðarinnar voru hins vegar fregnir um að Antoni Gaudi ("arkitekt Guðs") sé á góðri leið með að verða tekinn í helga manna tölu af páfa.