Smásögur heimsins: Útgáfuhátíð 26. apríl

Jón Karl Helgason, 23/04/2016

smasogur 1Fyrsta bindið af Smásögum heimsins er komið í búðir. Hugmyndin er að koma út einu bindi á ári í fimm ár. Að þessu er upprunalandið Norður-Ameríka, á næsta ári Rómanska-Ameríka, síðar koma Evrópa, Afríka, Asía og Eyjaálfa. Í ritstjórn erum við Rúnar Helgi Vignisson og Kristín Guðrún Jónsdóttir. Þýðendur þessa bindis eru auk okkar Rúnars, þau Ágúst Borgþór Sverrisson, Árni Óskarsson, Ástráður Eysteinsson, Guðrún Inga Ragnarsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir.Norður-Ameríkuheftið geymir sögur eftir Sherwood Anderson, William Faulkner, Ernest Hemingway, Joyce Carol Oates, Raymond Carver, Flannery O'Connor, Susan Sontag, Amy Tan, Jhumpa Lahiri, Sherman Alexie, Ralph Ellison, Philip Roth, Alice Munro. Bjartur gefur út og mun efna til útgáfufagnaðar þriðjudaginn 26. apríl frá kl. 17-18 í Eymundsson við Austurstræti.