Norræn goð í myndasögum, kvikmyndum og þungarokki
"Nordic Gods and Popular Culture," er titill á viðamikilli grein sem ég birti í í einu bindi bókaflokksins The Pre-Christian Religions of the North (PCRN) sem Brepols gaf út skömmu fyrir áramótin. Þarna fjalla ég um myndasögur, þungarokk og kvikmyndir þar sem trúarlíf og goðsögur forfeðra okkar eru í brennidepli. Þetta er seinna bindi af tveimur í þessum flokki sem helgaðar eru viðtökum edduarfsins og er sjónum hér beint að tímabilinu 1830 til samtímans. Ritstjóri er hin öfluga ástralska fræðikona Margaret Clunies Ross. Upphaf og lok kaflans skarast við umfjöllun mína um myndasögur í bókinni Echoes of Valhalla sem út kom árið 2017 en útgáfa PCRN hefur dregist svolítið á langinn, eins og gjarnan gerist með viðamikil verkefni af þessu tagi.