Misserisdvöl í Victoria í Kanada

Jón Karl Helgason, 22/08/2019

Á haustmisseri verð ég gestakennari  við University of Victoria á Vancouver Island í Kanada. Þar mun ég kenna eitt námskeið um viðtökur Íslendingasagna og eddukvæða en einnig flytja þrjá opinbera fyrirlestra í Victoria sem verða opnir almenningi. “Henrik Ibsen and the Icelandic Sagas” er titill á erindi sem ég flyt 22. september, “The Questionable Authorship of Snorri Sturluson” heitir erindið sem ég flyt 20. október og "Icelandic Medieval Literature and American Popular Culture 1928-1962" er svo yfirskrif fyrirlesturs sem ég flyt 1. desember. Allir fyrirlestrarnir verða í Clearihue-byggingunni, stofu A212, kl. 2 síðdegis og tilheyra fyrirlestraröð sem kennd er við Vestur-Íslendinginn Richard Beck.